11 май 2007

Kýrillíska stafrófið



Kýrillíska stafrófið er skriftarkerfi sem þróaðist á 9.öld og var ætlað til þess að rita gamla slavneska helgisiðamálið, sem líka er nefnt gamla búlgarska tungumálið.
Eftir að rétttrúnaðarkristni varð opinber trú í Búlgaríu, árið 864 e.Kr., fyrirskipaði heilagur Boris-Michael konungur (Sv. Tsar Boris I) að stafrófið skyldi búið til. Stafrófið hefur verið útfært í Bókmennta-skólanum í Preslav í N-A Búlgaríu af heilögum Klement erki-biskupi frá Ohrid og hefur verið nefnt eftir heilögum Kýril munki sem ásamt bróður sínum heilögum Methodusi, er eignað tilurð Glagolitiska stafrófsins, en það var fyrra slavneska stafrófið og hafði það áhrif á myndun Kýrillíska stafrófins.
Kýrillíska og Rómverska stafrófið eiga rætur sínar að rekja til Gríska stafrófsins. Það kom upp hugmynd um að tákna sérstök slavnesk hljóð sem væru gjörólík Gríska stafrófinu.
Frá búlgörsku menningarmiðstöðinni í miðalda slavnesku hefur Kýrillíska stafrófið dreifst til nálægra slavneskra landa, s.s. Serbíu, Rússlands, Úkraínu, Hvíta-Rússlands og einnig til Mongólíu.
Mismunandi útfærslur á Kýrillíska stafrófinu, sem þróuðust í Búlgaríu, eru núna notaðar af um 300 milljón manns í A-Evrópu og Asíu til þess að skrifa u.þ.b. 50 ólík tungumál.
Kýrillíska stafrófið verður eitt af þrem gerðum af stafrófi sem verður notað opinberlega í Evrópusambandinu. Þar sem Búlgarska er traust og virkt opinbert tungumál, verður það notað við stofnanir Evrópusambandsins. Þessi raunverulegi hluti menningararfs Evrópu táknar sérstakt búlgarskt framlag til tungumála- og menningar-legrar fjölbreytni í Evrópusambandinu.
11. maí (en 24. maí í gamla stíl) hefur verið tileinkaður munkunum Kýrílíusi og Methodíusi, höfundum Kýrillíska stafrófsins, og hefur þessi dagur verið nefndur Menningardagur. Búlgarar halda þennan dag hátiðlegan.