29 декември 2007

Útgáfutónleikar Stórsveitar Nix Noltes

Útgáfutónleikar Stórsveitar Nix Noltes á Organ 3. janúar 2008

Stórsveit Nix Noltes fagnar nýju ári og nýútkominni plötu á Organ við Hafnarstræti fimmtudaginn 3. janúar 2008. Hljómsveitin mun leika efni af plötunni Royal Family - Divorce sem kom út nú fyrir jól og vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í langan tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 en gestum er boðið að skála í freyðivíni kl 21 undir lítilli flugeldasýningu. Þá mun Erlendur plötusnúður einnig þeyta skífum.

Kv
Nix